Landsliðsmaðurinn skrifaði undir langtímasamning

Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Mikael Egill Ellertsson hefur framlengt samning sinn við ítalska A-deildarfélagið Venezia.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni en Mikael Egill, sem er 22 ára gamall, skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við ítalska félagið sem gildir út keppnistímabilið 2027-28.

Sóknarmaðurinn gekk til liðs við ítalska félagið frá Spezia árið 2023 og kom við sögu í 35 leikjum með liðinu í B-deildinni á síðustu leiktíð, ásamt því að skora tvö mörk og leggja upp fjögur, þegar liðið tryggði sér sæti í A-deildinni.

Hann hefur komið við sögu í 20 leikjum með liðinu í A-deildinni ár og skorað í þeim tvö mörk og lagt upp eitt. Þá á hann að baki 19 A-landsleiki fyrir Ísland og eitt mark en hann er uppalinn hjá Fram þar sem hann lék átta leiki í 1. deildinni aðeins sextán ára gamall áður en hann fór til Ítalíu árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert