Til Sádi-Arabíu á 12,5 milljarða

Jhon Durán er farinn frá Aston Villa til Al-Nassr.
Jhon Durán er farinn frá Aston Villa til Al-Nassr. AFP/Paul Ellis

Sádiarabíska knattspyrnufélagið Al-Nassr hefur fest kaup á kólumbíska sóknarmanninum Jhon Durán frá Aston Villa. Kaupverðið nemur allt að 71 milljón punda, 12,5 milljörðum íslenskra króna.

Durán er 21 árs og var keyptur á 18 milljónir punda frá Chicago Fire í Bandaríkjunum í janúar árið 2023.

Hjá Al-Nassr hittir hann fyrir stórstjörnur á við Cristiano Ronaldo og Sadio Mané.

Durán skoraði 12 mörk í 29 leikjum fyrir Aston Villa á yfirstandandi tímabili, þó hann hafi einungis byrjað sjö þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert