Íslendingaliðið Fortuna Dusseldorf vann sterkan sigur á Ulm í næstefstu deild þýska fótboltans í dag, 3:2.
Liðið er í þriðja sæti með 33 stig eftir 20 leiki. Hamburger er í öðru sæti með 34 stig en á leik til góðs og Köln er á toppi deildarinnar með 37 stig.
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark Dusseldorf og það tók hann aðeins níu mínútur að setja boltann í netið. Bæði hann og Valgeir Lunddal voru í byrjunarliði í dag en Valgeir fór út af í hálfleik.
Staðan var 2:2 í hálfleik en Oliver Batista Meier jafnaði metin fyrir Ulm áður en Dawid Kownacki skoraði sitt annað mark og þriðja mark Dusseldorf sem tryggði liðinu sigur.
Ísak nældi sér svo í gult spjald undir lok leiks sem er hans fimmta á tímabilinu svo hann verður í leikbanni þegar liðið mætir Hannover 96 næstkomandi laugardag.