SPAL mátti þola tap, 2:1, gegn U23 ára liði AC Milan í C-deild Ítalíu í fótbolta í dag.
Óttar Magnús Karlsson var í byrjunarliði SPAL og lék fyrstu 64 mínúturnar. Hann lagði upp mark liðsins á 48. mínútu.
SPAL er í 16. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 25 leiki.