Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var á meðal bestu manna helgarinnar í þýsku B-deildinni, samkvæmt íþróttafjölmiðlinum Kicker.
Ísak er í liði umferðarinnar eftir góða frammistöðu og glæsilegt mark fyrir Düsseldorf þegar liðið lagði Ulm að velli, 3:2, á laugardaginn.
Skagamaðurinn hefur verið í byrjunarliði Düsseldorf í öllum 20 leikjum tímabilsins og skorað sjö mörk en þarf nú að taka sér eins leiks hvíld því hann er kominn í bann vegna gulra spjalda.
🇮🇸 👌🏻
— Fortuna Düsseldorf (@f95) February 3, 2025
Ísak Johannesson steht in der „Kicker Elf des Tages“ 👀
Völlig verdient 🙏🏻#f95 | 🔴⚪️ #F95ULM pic.twitter.com/XFMmSbekTz