Skoraði þrennu annan leikinn í röð

Ousmane Dembélé hefur verið óstöðvandi á tímabilinu.
Ousmane Dembélé hefur verið óstöðvandi á tímabilinu. AFP/Fred Tanneau

Lífið leikur við franska knattspyrnumanninn Ousmane Dembélé, vængmann Parísar SG, þessa dagana. Um helgina skoraði hann þrennu annan leik sinn í röð.

Dembélé skoraði þrennu í 5:2-sigri PSG á Brest í frönsku 1. deildinni á laugardag. Slíkt hið sama gerði hann í 4:1-sigri liðsins á Stuttgart í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn miðvikudag.

Hefur Dembélé aldrei skoraði jafn mörg mörk á einu tímabili og á því sem nú stendur yfir en hann er kominn með 14 mörk í 18 leikjum í frönsku deildinni og fjögur mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni.

Alls eru mörkin orðin 19 í 26 leikjum í öllum keppnum og enn er nóg eftir af tímabilinu. Fyrir yfirstandandi tímabil hafði Dembélé mest skorað 14 mörk á einu tímabili, fyrir Barcelona 2018-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert