Kanadíski knattspyrnumaðurinn Alphonso Davies hefur skrifað undir nýjan samning við þýska stórveldið Bayern München sem gildir til sumarsins 2030.
The Athletic greinir frá en fjöldi stórra félaga hafa rennt hýru auga til Davies með það fyrir augum að fá hann á frjálsri sölu í sumar, þar á meðal Real Madríd og Liverpool.
Vinstri bakvörðurinn sprettharði fer hins vegar ekki fet nema hann verði keyptur og þá væntanlega fyrir háa upphæð en Davies er 24 ára gamall og býr þrátt fyrir ungan aldur yfir mikilli reynslu.