Henderson lét blaðamann heyra það

Jordan Henderson í leik með Ajax gegn Feyenoord um helgina.
Jordan Henderson í leik með Ajax gegn Feyenoord um helgina. AFP/Mauric van Steen

Enski knattspyrnumaðurinn Jordan Henderson, miðjumaður Ajax, reifst við blaðamann á fréttamannafundi eftir sigur liðsins á Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni um helgina.

Fjölmiðlar í Hollandi höfðu gert að því skóna að Henderson hefði samþykkt að ganga til liðs við Mónakó í janúarglugganum

„Fólk í þessu herbergi hefur dregið fagmennsku mína og mig sem manneskju í dilka. Ég tel það ekki vera viðeigandi. Ég á fjölskyldu. Ég get höndlað þetta.

En ég á fjölskyldu sem les kjaftæði í fjölmiðlum frá ykkur, sem mér finnst vera óviðeigandi. 99 prósent af því sem hefur verið sagt er ósatt og enginn hefur þurft að vera sannfæra mig um að vera um kyrrt,“ sagði Henderson.

„Það er ekki satt“

Einn blaðamaður spurði hann þá hvers vegna Henderson vildi fara til Mónakó.

„Á hverju byggist það?“ spurði Henderson.

„Þjálfarinn hefur sagt okkur að þú viljir fara til Mónakó því þú fékkst gott tilboð,“ sagði blaðamaðurinn þá.

„Sagði þjálfarinn ykkur að ég vildi fara til Mónakó því ég fékk gott tilboð? Það er ekki satt,“ svaraði Henderson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert