Flott mark Karólínu meðal marka vikunnar

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði stórglæsilegt mark í tapi Bayer Leverkusen fyrir Frankfurt, 3:2, í stórleik umferðarinnar í efstu deild þýska fótboltans um síðustu helgi. 

Karolína jafnaði metin í 1:1 með glæstu langskoti en það dugði ekki til. 

Mark Karólínu var tilnefnt sem eitt af mörkum vikunnar hjá DAZN sem tekur í hverri viku fyrir fjögur mörk úr þeim kvennadeildum sem sjónvarpsveitan sýnir. 

Hér að neðan má sjá mark Karólínu en það er annað í röðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert