„Viðurstyggilegir einstaklingar“ sendu ljót skilaboð

Khadija Shaw er mikill markahrókur.
Khadija Shaw er mikill markahrókur. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Manchester City fordæmir kynþáttaníð sem Khadija Shaw, jamaískur sóknarmaður kvennaliðsins, varð fyrir eftir tap liðsins fyrir Manchester City í ensku A-deildinni á sunnudag.

Shaw, sem er ávallt kölluð Bunny, fékk send ljót skilaboð á samfélagsmiðlum eftir leikinn og hefur Man. City deilt þeim með lögregluyfirvöldum, sem rannsaka nú málið.

„Mismunun hvers konar, hvort sem það er á leikvöngum eða á netinu, verður ekki liðin og á sér hvergi stað hvorki innan né utan íþróttarinnar.

Bunny hefur ákveðið að deila ekki skilaboðunum opinberlega til þess að veita hinum viðurstyggilegu einstaklingum sem sendu þau ekki meiri athygli.

Rannsókn fer í hönd og félagið styður fyllilega við bakið á Bunny eftir þessa ógeðslegu meðferð sem hún fékk,“ sagði í tilkynningu félagsins.

Shaw hefur verið valin besti leikmaður Man. City undanfarin tvö tímabil og hefur skorað 86 mörk í 100 leikjum fyrir liðið í öllum keppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert