Barcelona fór afar illa með Valencia, 5:0, í átta liða úrslitum spænska bikars karla í knattspyrnu á heimavelli Valencia í kvöld.
Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Barcelona rústar Valencia en undir lok janúar vann Barcelona 7:1-deildarsigur á Valencia.
Ferran Torres skoraði þrennu fyrir Barcelona en Fermín López og Lamine Yamal skoruðu sitthvort markið.