Fiorentina vann stórglæsilegan sigur á Ítalíumeisturum Inter Mílanó, 3:0, í ítölsku A-deild karla í knattspyrnu í kvöld.
Leikurinn byrjaði frá 16. mínútu en það þurfti að stöðva hann fyrr á tímabilinu eftir að Edoardo Bover hneig niður í liði Fiorentina.
Þess vegna var Albert Guðmundsson ekki með Fiorentina-liðinu í dag. Hann mátti ekki spila því hann var ekki á skýrslu í leik liðanna fyrr á tímabilinu vegna meiðsla.
Luca Ranieri kom Fiorentina yfir á 59. mínútu en sjóðheiti framherjinn Moise Kean bætti við tveimur mörkum, 3:0.
Fiorentina er í fjórða sæti deildarinnar með 42 stig en Inter er í öðru sæti með 51.