Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar í Bayern München drógust gegn Lyon frá Frakklandi í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna.
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg mæta ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona.
Dregið var í höfuðstöðvum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í Nyon í Sviss í dag.
Bayern hefur aldrei unnið Meistaradeildina á meðan Lyon er sigursælasta lið keppninnar með átta meistaratitla.
Barcelona hefur orðið meistari undanfarin tvö ár og vann til að mynda Wolfsburg í úrslitaleiknum árið 2023. Wolfsburg hefur unnið Meistaradeildina tvisvar.
Átta liða úrslit:
Real Madríd – Arsenal
Manchester City – Chelsea
Wolfsburg – Barcelona
Bayern München - Lyon
Undanúrslit:
Wolfsburg/Barcelona – Manchester City/Chelsea
Real Madríd/Arsenal - Bayern München/Lyon