Spænski knattspyrnumaðurinn Sergio Ramos hefur skrifað undir samning við mexíkóska félagið Monterrey. Skrifaði hann undir eins árs samning.
Ramos, sem er 38 ára gamall, hefur verið samningslaus frá því í sumar þegar hann yfirgaf uppeldisfélagið Sevilla.
Miðvörðurinn er á meðal sigursælustu leikmanna sögunnar en Ramos vann meðal annars Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum, spænsku deildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum með Real Madríd.
Hann varð franskur meistari í tvígang með París SG og Evrópumeistari með Spáni í tvígang og heimsmeistari einu sinni.