Bayer Leverkusen missteig sig á heimavelli í efstu deild kvenna í þýska fótboltanum í dag er liðið gerði 1:1-jafntefli við Essen.
Leverkusen er í fjórða sæti með 30 stig, þremur stigum frá toppnum, en nú eiga liðin þrjú fyrir ofan leik til góða.
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Leverkusen en var tekin af velli á 69. mínútu.