Skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir með boltann í landsleik Íslands gegn Kanada.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir með boltann í landsleik Íslands gegn Kanada. Ljósmynd/Alex Nicodim

Emílía Kiær fer mjög vel af stað með nýja liði sínu RB Leipzig í efstu deild þýska fótboltans en hún skoraði í útisigri á Werder Bremen, 4:1, í Bremen í dag. 

Þetta var aðeins annar leikur Emilíu og sá fyrsti í byrjunarliðinu síðan hún gekk í raðir félagsins frá Nordsjælland. 

Mark Emilíu var mikilvægt því hún kom Leipzig-liðinu í 2:1.

Emilía fór af velli þegar stutt var eftir af leiknum en Leipzig er í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert