Rooney kominn með nýtt starf

Wayne Rooney fer aftur í sjónvarpið.
Wayne Rooney fer aftur í sjónvarpið. AFP/Glyn Kirk

Wayne Rooney, markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester United og fyrrverandi markahæsti leikmaður enska landsliðsins í fótbolta, er kominn með nýtt starf.

Rooney var rekinn sem stjóri enska B-deildarliðsins Plymouth á dögunum en þar á undan stýrði hann Birmingham, DC United og Derby.

Hann er nú kominn með nýtt starf hjá Amazon Prime-sjónvarpsstöðinni, þar sem hann verður álitsgjafi í kringum Meistaradeildarleiki. Hann hefur áður verið álitsgjafi hjá TNT, Sky og BBC.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert