Ein af hetjunum látin 26 ára

Enski knattspyrnumaðurinn Devonte Aransibia er látinn 26 ára að aldri.
Enski knattspyrnumaðurinn Devonte Aransibia er látinn 26 ára að aldri. Ljósmynd/Maidstone

Enski knattspyrnumaðurinn Devonte Aransibia er látinn 26 ára að aldri. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu í gær.

Aransibia var ein af hetjum Maidstone United úr F-deildinni sem stal senunni í enska bikarnum á síðustu leiktíð. Vann liðið m.a. Ipswich sem var þá í B-deildinni, 2:1, á útivelli í 32-liða úrslitum.

Kantmaðurinn var uppalinn hjá Norwich og lék með yngri liðum félagsins. Eftir það flakkaði hann ört á milli félaga í ensku utandeildunum. Hann lék síðast með Chesham United í sjöttu efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert