Hótar að skera af sér eistun

Sergio Agüero.
Sergio Agüero. Ljósmynd/KRÜ Esports

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero er afar viss um sigurmöguleika Manchester City gegn Real Madríd í viðureign liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Agüero lék með Man. City um langt árabil og þar á undan með nágrönnum Real í Atlético Madríd. Fyrri leikur liðanna fer fram í Manchester og er nýhafinn en Argentínumaðurinn sparaði ekki stóru orðin í streymi fyrir leik.

„Real Madríd getur ekki unnið City. Ef þeir vinna City sker ég af mér eistun,“ sagði Agüero.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert