Stjarna Chelsea hreinsuð af ásökunum

Sam Kerr.
Sam Kerr. AFP/Justin Tallis

Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr, sóknarmaður Chelsea, hefur verið sýknuð í máli þar sem hún var sökuð um kynþáttaníð í garð lögregluþjóns.

Kerr var ákærð fyrir kynþáttafordóma í garð lögregluþjónsins Stephen Lovell eftir að leigubílstjóri keyrði hana á lögreglustöð í kjölfar rifrildis milli Kerrs og leigubílstjórans í janúar árið 2023.

Hún játaði að hafa kallað Lovell „heimskan og hvítan“ en gekkst ekki við því að um kynþáttafordóma hafi verið að ræða. Var fallist á þær skýringar fyrir dómi í Kingston og hefur Kerr því verið hreinsuð af ásökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert