Íslandsvinurinn verðlaunaður

Bo Henriksen er að gera góða hluti.
Bo Henriksen er að gera góða hluti. AFP/Kirill Kudryavtsev

Knatt­spyrnuþjálf­ar­inn Bo Henrik­sen var í dag út­nefnd­ur þjálf­ari árs­ins í Dan­mörku. Henrik­sen hef­ur gert afar góða hluti með Mainz í efstu deild Þýska­lands.

Mainz hef­ur komið skemmti­lega á óvart í deild­inni á tíma­bil­inu og er liðið í þriðja sæti með 45 stig eft­ir 26 leiki. Var Mainz í fall­bar­áttu þegar Henrik­sen tók við.

Henrik­sen mætti í at­vinnu­viðtal hjá KSÍ vegna stöðu landsliðsþjálf­ara karla en Arn­ar Gunn­laugs­son var að lok­um ráðinn.

Dan­inn lék með ÍBV, Fram og Val á sín­um tíma og skoraði sjö mörk í átján leikj­um í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert