Skýr skilaboð Messis

Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar.
Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. AFP/Eduardo Munoz

Li­o­nel Messi var mjög ánægður með landsliðsfé­laga sína í Arg­entínu sem fóru illa með Bras­il­íu, 4:1, í undan­keppni HM í knatt­spyrnu aðfaranótt miðviku­dags. 

Arg­entína, sem er Suður-Am­er­íku- og heims­meist­ari, er í langefsta sæti und­anriðils heims­álf­unn­ar fyr­ir HM 31 stig en Bras­il­ía er í fjórða sæti með 21. Þar af leiðandi er Arg­entína kom­in á HM.

Fyr­ir leik töluðu landsliðsmenn Bras­il­íu mikið og var þar Rap­hinha leikmaður Barcelona fremst­ur í flokki. 

„Við mun­um vinna þá, ekki spurn­ing. Á vell­in­um og ut­an­vall­ar, ef til þess þarf,“ sagði Rap­hinha í sam­tali við goðsögn­ina Romário. 

Svo fór al­deil­is ekki. Messi, sem var ekki með vegna meiðsla, tjáði sig um sig­ur Arg­entínu á In­sta­gram og sendi frá sér skýr skila­boð. 

„Hvort sem það sé inni á vell­in­um eða ut­an­vall­ar, þá töl­um við alltaf í gegn­um fót­bolt­ann. 

Til ham­ingju með frá­bær­an sig­ur á Bras­il­íu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert