Lionel Messi var mjög ánægður með landsliðsfélaga sína í Argentínu sem fóru illa með Brasilíu, 4:1, í undankeppni HM í knattspyrnu aðfaranótt miðvikudags.
Argentína, sem er Suður-Ameríku- og heimsmeistari, er í langefsta sæti undanriðils heimsálfunnar fyrir HM 31 stig en Brasilía er í fjórða sæti með 21. Þar af leiðandi er Argentína komin á HM.
Fyrir leik töluðu landsliðsmenn Brasilíu mikið og var þar Raphinha leikmaður Barcelona fremstur í flokki.
„Við munum vinna þá, ekki spurning. Á vellinum og utanvallar, ef til þess þarf,“ sagði Raphinha í samtali við goðsögnina Romário.
Svo fór aldeilis ekki. Messi, sem var ekki með vegna meiðsla, tjáði sig um sigur Argentínu á Instagram og sendi frá sér skýr skilaboð.
„Hvort sem það sé inni á vellinum eða utanvallar, þá tölum við alltaf í gegnum fótboltann.
Til hamingju með frábæran sigur á Brasilíu.“