Leikmaður Hattar í eins leiks bann

Aganefnd KKÍ hefur úrskurðað Viðar Ö. Hafsteinsson, leikmann 1. deildar liðs Hattar, í eins leiks bann. Viðar fékk dæmda á sig brottrekstrarvillu í leik Skallagríms og Hattar í 1. deild karla þann 9. nóvember sl.

Viðar tekur bannið út í leik Hattar og ÍS í 1. deild karla nk. laugardag.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert