Róbert og Gunnar Berg skoruðu fyrir Wetzlar

*RÓBERT Sighvatsson, línumaður og landsliðsmaður í handknattleik, skoraði fjögur mörk fyrir Wetzlar og Gunnar Berg Viktorsson eitt gegn Eisenach í gærkvöldi í þýsku 1. deildar keppninni í handknattleik. Það dugði ekki til sigurs því Wetzlar fékk óvæntan skell á heimavelli, 26:19, og Eisenach komst með því af botni deildarinnar.

*BJARNI Hólm Aðalsteinsson, knattspyrnumaður úr Fram, hefur verið lánaður til 3. deildar liðs Hugins á Seyðisfirði. Bjarni er 19 ára og hefur spilað 21 leik með Fram í úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár. Hann er frá Seyðisfirði og á vef Fram er sagt að för hans þangað sé af persónulegum ástæðum.

*HJALTI Jóhannesson, sem hefur um árabil leikið sem vinstri bakvörður með ÍBV í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er genginn til liðs við hitt Eyjaliðið, KFS, sem spilar í 2. deild. Hjalti hugðist leggja skóna á hilluna en fetar nú sömu braut og margir aðrir fyrrum leikmenn ÍBV.

*ÍR-INGAR, sem leika í 2. deild, hafa fengið til sín tvo knattspyrnumenn frá Bosníu. Þeir heita Emir Cogic og Ernad Mehic og eru báðir tvítugir að aldri.

*TOR Lian, frá Noregi, var í gær kjörinn forseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, á þingi þess sem nú stendur yfir á Nikósíu á Kýpur. Lian tekur við af Svíanum Staffan Holmqvist sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Í annarri umferð kjörsins fékk Lian 23 atkvæði, einu fleira en Jean Kaiser frá Lúxemborg. Áður höfðu Lian og Kaiser hrist af sér Slóvenann Zoran Jankovic og Karl Güntzel frá Sviss sem sóttust einnig eftir embættinu.

*MARK Fish, suður-afríski varnarmaðurinn, hefur samið að nýju við enska knattspyrnufélagið Charlton til eins árs. Fish lék mjög vel í vörn liðsins í vetur en missti af lokaspretti úrvalsdeildarinnar eftir að hann skarst illa á glerborði heima hjá sér í mars.

*HARRY Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, var útnefndur knattspyrnustjóri aprílmánuðar, en lið hans fékk þá 10 stig af 12 mögulegum í úrvalsdeildinni. Thierry Henry, miðherji Arsenal, var leikmaður apríl, en hann skoraði þá sjö mörk í fjórum leikjum.

*SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, telur að líkurnar á að Rivaldo hinn brasilíski komi til félagsins séu orðnar hverfandi. Rivaldo kom til Bolton í lok apríl og ræddi málin við Allardyce, sem hefur ekkert heyrt frá honum síðan. "Þetta er ekki endanlega búið en við teljum að líkurnar séu orðnar nánast engar," sagði Allardyce í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er allt svo laust í reipunum hjá þér. Þú hefur látið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin föstum tökum. Leitaðu hjálpar ef með þarf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er allt svo laust í reipunum hjá þér. Þú hefur látið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin föstum tökum. Leitaðu hjálpar ef með þarf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton