Þjóðverjar ætla ekki að leika upphafsleikinn í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, sem fer fram í Þýskalandi 2006. Þeir telja að rétt sé að heimsmeistararnir frá Brasilíu leiki upphafsleikinn á hinum nýja leikvelli í München, Allianz Stadium, 9. júní. Þjóðverjar munu leika sinn fyrsta leik þremur dögum síðar á Ólympíuleikvanginum í Berlín.
Brasilíumenn léku upphafsleikinn á HM í Þýskalandi 1974, gegn Júgóslavíu.
Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari, er á móti því að þýska liðið verði með æfingaaðstöðu í Leverkusen, eins og Rudi Völler, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var búinn að ákveða.