BAR vinnur þrætuna um Button

Jenson Button er bundinn BAR út næsta ár.
Jenson Button er bundinn BAR út næsta ár. mbl.is/barf1

Jen­son Butt­on verður um kyrrt hjá BAR, sam­kvæmt úr­sk­urði samn­ings­rétt­ar­ráðs Formúlu-1, og get­ur því ekki keppt fyr­ir Williams á næsta ári nema um það semj­ist sér­stak­lega milli liðanna. Vann BAR þar með þræt­una um þjón­ustu Butt­ons á næsta ári.

Með þess­ari niður­stöðu hef­ur draum­ur Butt­ons um að snúa aft­ur til liðsins sem hann hóf fer­il sinn hjá snú­ist upp í nokk­urs kon­ar mar­tröð. Eft­ir tveggja mánaða lagaþrætu stend­ur BAR uppi sem sig­ur­veg­ari en Williamsliðið hef­ur beðið hnekki. For­svars­menn þess hafa heitið því að una niður­stöðu ráðsins.

Butt­on gekk til samn­inga við Williams í byrj­un ág­úst og skír­skotaði til ákvæða í samn­ingi sín­um en BAR-stjór­inn Dav­id Rich­ards mót­mælti samn­ings­gjörð hans við Williams og vísaði deil­unni til samn­ings­rétt­ar­ráðsins. Hélt Rich­ards því fram að Butt­on væri bund­inn BAR út árið 2005 og hef­ur nú verið staðfest að sú væri raun­in.

Rich­ards og Williams­stjór­inn Sir Frank Williams mættu á fund ráðsins í Mílanó í síðustu viku en þeir þurftu að bíða úr­sk­urðar þess þar til í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert