Ísland er í 95. sæti á nýjum lista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og lækkar um 1 sæti frá því í febrúar. Hefur Ísland aldrei verið jafn neðarlega á listanum.
Brasilíumenn eru sem fyrr efstir á listanum en síðan koma Frakkar, Argentínumenn, Tékkar, Spánverjar, Mexíkóar, Hollendingar, Englendingar, Portúgalar og Ítalar og Bandaríkjamenn eru jafnir í 10. sæti.