Eiður Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér í tveimur landsleikjum sem fara fram á næstu dögum. Annars vegar er um að ræða leik við Króata í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á laugardag og hins vegar vináttulandsleik við Ítala á miðvikudag.
Eiður mun vera meiddur á læri.
Íslenska landsliðið lagði af stað til Zagreb í Króatíu í gær. Það kom saman í Lundúnum í gærkvöldi og fór þaðan til Króatíu í morgun.
Landsleikurinn við Ítali fer í Padva miðvikudaginn 30. mars.