Juan Pablo Montoya gerði sér mat úr nýjustu útgáfu Mercedes-mótorsins sem knýja mun McLarenbílinn og setti besta brautartíma 14 ökuþóra á fyrsta degi bílprófanalotu í Silverstone í Englandi í dag.
Montoya notaði þrjá umganga af nýjum dekkin síðasta stundarfjórðunginn og velti þá Jenson Button hjá Honda úr efsta sæti lista yfir hröðustu hringi dagsins.
Vindasamt var í Silverstone í dag og rigning í morgun. Brautin var því ekki þurr fyrr en eftir klukkan 14 að staðartíma.
Button einbeitti sér að prófunum á uppsetningum bílsins í þeim tilgangi að reyna yfirstíga vandamál sem tengjast nýtingu dekkjanna.
Vélræn bilun varð í Renaultbíl Fernando Alonso sem nafm staðar í miðri braut af þeim sökum. Einnig stöðvuðu vélrænar bilanir æfingar Red Bull-þóranna David Coulthard og Christian Klien.
Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:
Röð | Ökuþór | Bíll | Dekk | Tími | Hri. |
---|---|---|---|---|---|
1. | Montoya | McLaren | (M) | 1:21.087 | 41 |
2. | Button | Honda | (M) | 1:21.118 | 59 |
3. | Kovalainen | Renault | (M) | 1:21.232 | 86 |
4. | Alonso | Renault | (M) | 1:21.309 | 32 |
5. | Davidson | Honda | (M) | 1:22.085 | 68 |
6. | Wurz | Williams | (B) | 1:22.216 | 91 |
7. | Klien | Red Bull | (M) | 1:22.228 | 36 |
8. | Rosberg | Williams | (B) | 1:22.256 | 108 |
9. | Villeneuve | BMW | (M) | 1:22.258 | 58 |
10. | Kubica | BMW | (M) | 1:22.712 | 58 |
11. | Jani | Toro Rosso | (M) | 1:23.350 | 84 |
12. | de la Rosa | McLaren | (M) | 1:23.358 | 38 |
13. | Coulthard | Red Bull | (M) | 1:23.770 | 15 |
14. | Mondini | MF1 | (B) | 1:24.471 | 25 |