Erlandsen í Krikanum

Arne Erlandsen, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Gautaborg, var á meðal áhorfenda á leik Íslandsmeistara FH og Fylkis í Kaplakrika í gær. Erlandsen var að skoða nokkra leikmenn, þar á meðan Fylkismanninn Ragnar Sigurðsson, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Erlandsen hefur góð kynni af íslenskum knattspyrnumönnum. Hann var þjálfari Lilleström þar sem nokkrir íslenskir leikmenn léku undir hans stjórn og nú spilar Hjálmar Jónsson undir hans stjórn hjá IFK Gautaborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert