Ísland lagði Ítalíu á EM í badminton

Frá viðureign Íslendinga og Króata í gær.
Frá viðureign Íslendinga og Króata í gær. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Íslenska landsliðið í badminton hrósaði í kvöld sigri á Ítölum, 4:1, í öðrum leik sínum á Evrópumóti B-þjóða sem haldið er hér á landi. Íslendingar lögðu Króata í gær með sama mun og mæta Portúgölum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum klukkan 18 á morgun en Portúgalar höfðu í kvöld betur gegn Króötum, 4:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert