Bíll Super Aguri fellur á prófi

Super Aguri á ferð í brasilíska kappakstrinum 2006.
Super Aguri á ferð í brasilíska kappakstrinum 2006. ap

Super Ag­uri-liðið hef­ur neyðst til að slá frum­sýn­ingu 2007-bíls­ins á frest þar sem hann féll á árekstra­prófi. Þurfa tækni­menn liðsins og hönnuðir því aft­ur að setj­ast að teikni­borðinu og betr­um­bæta höggstyrk bíls­ins.

SA07-bíll­inn er smíðaður í þró­un­ar­miðstöð Honda í Tochigi í Jap­an og til stóð að frumaka hon­um snemma í fe­brú­ar. Þær von­ir urðu að engu þegar skrokk­ur­inn stóðst ekki til­skilið högg­próf á veg­um Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA) á dög­un­um.

Hafði liðið ráðgert að frumaka hon­um við bíl­próf­an­ir í Barein í byrj­un fe­brú­ar. Útlit er því fyr­ir að ekki verði af því fyrr en síðla í fe­brú­ar, eða um þrem­ur vik­um fyr­ir fyrsta mót árs­ins, og þá vænt­an­lega í Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert