Hamilton ómeiddur eftir harðan skell

Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton. mbl.is/mclaren

Breski nýliðinn Lew­is Hamilt­on hlaut harðan skell er McLar­en­bíll hans flaug á mikl­um hraða út úr braut­inni í Valencia á Spáni í gær. Hann slapp þó ómeidd­ur.

"Lew­is er ómeidd­ur, en MP4-22 er of mikið laskaður til að gert verði við hann fyr­ir morg­undag­inn," sagði talsmaður liðsins. Hann bætti við að verið væri að graf­ast fyr­ir um or­sak­ir óhapps­ins.

Hamilt­on hafði ekið 33 hringi er óhappið varð og mæld­ist sá hraðasti 1:12,596 mín­út­ur. Liðsfé­lagi hans Fern­ando Alon­so ók alls 76 hringi, þann hraðasta á 1:11,698 mín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert