Massa klessukeyrir nýja Ferrarinn

Massa á ferð í Vallelunga í gær.
Massa á ferð í Vallelunga í gær. reuter

Ólánið elt­ir Ferr­ari við bíl­próf­an­ir. Fyrst hef­ur veðrið komið í veg fyr­ir að það gæti sinnt þró­unar­akstri sem skyldi og í morg­un raskaðist hann enn frek­ar er Felipe Massa klessti F2007-bíl­inn í Vallel­unga-braut­inni við Róm.

Ferr­ari hef­ur verið í Vallel­unga frá því á þriðju­dag en hef­ur ekki getað fram­kvæmt þær próf­an­ir sem til stóðu vegna veðurs. Enn á ný rigndi í morg­un og bætti svo ekki úr skák er Massa flaug út úr loka­beygju hrings­ins, Roma­beygj­unni, og skall á vegg.

Massa slapp ómeidd­ur en Ferr­ari­bíll­inn skemmd­ist mjög að framan­verðu.

Kimi Räikkön­en var einnig við akst­ur í Vallel­unga í morg­un sem und­an­farna daga en veðrátt­an hef­ur sömu­leiðis tak­markað hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert