Birgir á parinu eftir 9 holur

Birgir Leifur Hafþórsson á TCL-meistaramótinu í Kína.
Birgir Leifur Hafþórsson á TCL-meistaramótinu í Kína. mbl.is/Elísabet Halldórsdótir.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið við 9 holur á öðrum keppnisdegi TCL-meistaramótsins á Evrópumótaröðinni í Kína. Hann lék á 36 höggum eða pari vallar og samtals er hann á 4 höggum undir pari. Þessa stundina er Birgir í 60. sæti en hann var í 23. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn.

Skor margra keppenda á mótinu er mjög lágt og má nefna að Chapchai Nirat frá Taílandi er efstur að loknum 36 holum en hann er samtals á 17 höggum undir pari. James Heath frá Englandi lék vel í nótt eða á 63 höggum, 9 höggum undir pari vallar.

Staðan á mótinu.

Birgir skrifaði á bloggsíðu sína áður en hann hóf keppni um kl. 5 í nótt að íslenskum tíma og sagði hann m.a. að um 30 stiga hiti væri á keppnissvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert