Ólafur: „Aldrei verið lélegt fótboltalið á Akranesi“

Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. Kristján Kristjánsson

„Við voru í fínni stöðu, 2:0 yfir, en þá gerumst við værukærir og hleypum þeim inn í leikinn. Það sama gerist í stöðunni 3:1. Við dettum þá of mikið til baka í varnarleiknum og erum að reyna verja það forskot sem við vorum með. Það eru allir búnir að tala um það að Skagaliðið geti ekki neitt en þeir sýndu það í dag að þeir eru með hörkulið. Það hefur aldrei verið lélegt fótboltalið á Akranesi og ég veit ekki af hverju það ætti að vera uppi á teningnum núna,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistaraliðs FH eftir 3:2-sigur liðsins gegn ÍA í opnunarleik Landsbankadeildar karla í knattspyrnu.

Í stöðunni 2:0 fengu Skagamenn dæmda vítaspyrnu og var Ólafur ekki sáttur við þann dóm.

„Þessi vítaspyrnudómur var bara grín. Það er oft þannig að þegar búið er að dæma víti og reka menn útaf þá falla dómarar í þá gryfju að fara bæta það upp með dómum eins og þessum. Þetta var ekkert víti en það skiptir ekki máli úr þessu. Við gerðum það sem við ætluðum að gera og stigin þrjú verða ekki tekin af okkur,“ bætti Ólafur við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert