Ísland í riðli með Frökkum, Svíum og Slóvökum

Leikmenn íslenska landsliðsins fagna sigri gegn Serbum um síðustu helgi.
Leikmenn íslenska landsliðsins fagna sigri gegn Serbum um síðustu helgi. Golli

Nú í kvöld var dregið í riðla fyrir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik sem fram fer í Noregi í janúar. Ljóst er að Íslendingar eru í afar erfiðum riðli en þeir drógaust í D-riðil og eru þar með Svíum, Frökkum og Slóvökum en riðillinn er leikinn í Þrándheimi.

Íslendingar mæta Svíum í fyrsta leiknum þann 17. janúar, því næst gegn Slóvökum og síðasti leikurinn er gegn Frökkum en leikirnir í riðlinum verða spilaðir 17.-20. janúar og komast þrjú efstu liðin áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

Drátturinn var á þessa leið:

A-riðill, Stavanger:
Króatía
Slóvenía
Pólland
Tékkland

B-riðill, Drammen:
Danmörk
Rússland
Noregur
Svartfjalland

C-riðill, Bergen:
Spánn
Þýskaland
Ungverjaland
Hvíta-Rússland

D-riðill, Þrándheimi:
Frakkland
Ísland
Slóavakía
Svíþjóð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert