Íslenskir skylmingamenn gerðu það gott á Norðurlandamótinu í skylmingum með höggsverði í dag. Ragnar Ingi Sigurðsson úr FH var Norðurlandameistari í opnum flokki karla, Þorbjörg Ágústsdóttir, SFR, varð Norðurlandameistari í kvennaflokki og Sindri Snær Freysson varð Norðurlandameistari í flokki 13 ára og yngri.