Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, héldu áfram í dag í skugga mikillar umræðu um lyfjanotkun keppenda. Sautjánda áfanganum lauk í dag með sigri Ítalans Daniele Bennati. Spánverjinn Alberto Contador er nú kominn í forystu í heildarkeppninni eftir að Dananum Michael Rasmussen var vísað úr keppni í gær. Hann er einni mínútu og 53 sekúndum á undan Ástralanum Cadel Evans, en keppninni lýkur í París á sunnudaginn.
Sjá frétt mbl.is um brottvísun Rasmussen hér.