Tony Knapp gefur ekkert eftir í Noregi

Tony Knapp fyrrum landsliðsþjálfari Íslendinga.
Tony Knapp fyrrum landsliðsþjálfari Íslendinga. Reuters

Tony Knapp, enski knattspyrnuþjálfarinn sem stýrði íslenska landsliðinu á sínum tíma, er enn að þó kominn sé á áttræðisaldur. Hann hefur skrifað undir nýjan samning við norska 4. deildarliðið Lillesand fyrir keppnistímabilið 2008 en hann þjálfar liðið á yfirstandandi leiktíð.

„Við erum gífurlega ánægðir með að hafa Tony Knapp áfram hjá okkur. Hann hefur lagt á sig gífurlega vinnu og hefur fært félaginu mikið og árangurinn er þegar farinn að koma í ljós," sagði formaður Lillesand, Rolf Aage Börresen, við vefmiðilinn Fotballadressa. „Ég kann afar vel við mig í Lillesand og hef ekki kynnst betra fótboltaumhverfi en hérna," sagði Knapp, sem er 71 árs og þjálfaði landslið Íslands á árunum 1974 til 1977 og 1984 til 1985, og lið KR árin 1974-1975, en undir hans stjórn vann landsliðið eftirtektarverða sigra, m.a. á A-Þjóðverjum 1975 og Walesbúum 1984. Hann gerði Viking Stavanger að meisturum 1979 og þjálfaði einnig Brann og Fredrikstad. Hann hefur síðan dvalið í Rogalandsfylki í nágrenni Stavanger og þjálfað þar lið í neðri deildunum, síðast Lillesand sem hefur lyft sér upp í miðja 4. deildina í ár eftir að hafa verið í fallbaráttu þar á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert