Willum: „Þessi titill er sérstakur“

Willum Þór Þórsson fagnar sigrinum með fyrirliðanum Sigurbirni Hreiðarssyni.
Willum Þór Þórsson fagnar sigrinum með fyrirliðanum Sigurbirni Hreiðarssyni. Brynjar Gauti
Eft­ir Sig­urð Elv­ar Þórólfs­son, seth@mbl.is

„Þetta hafðist og þetta voru mjög erfiðar 90 mín­út­ur. Ég var aldrei ör­ugg­ur með titil­inn fyrr en dóm­ar­inn flautaði af,“ sagði Will­um Þór Þórs­son þjálf­ari Vals eft­ir að liðið fagnaði Íslands­meist­ara­titl­in­um í dag á Laug­ar­dals­velli eft­ir 1:0-sig­ur gegn HK í lokaum­ferðinni. „Það er aldrei hægt að slappa af í stöðunni 1:0 gegn liði eins og HK.“

Will­um hef­ur áður fagnað Íslands­meist­ara­titli sem þjálf­ari en hann seg­ir að sú til­finn­ing sem fylgi því að sigra á Íslands­mót­inu sé alltaf eins. „Þessi tit­ill er sér­stak­ur. Það er 20 ár frá því að Val­ur varð síðast meist­ari og það hef­ur því verið mik­il spenna í her­búðum liðsins að und­an­förnu,“ sagði Will­um.

Spennu­fall hjá fyr­irliðanum

Sig­ur­björn Hreiðars­son fyr­irliði Vals var að von­um kát­ur í leiks­lok en hann hef­ur gengið í gegn­um súrt og sætt með fé­lag­inu und­an­far­in ár. „Við erum bún­ir að bíða lengi eft­ir þess­um titli. Og þar sem að biðin hef­ur verið löng er þetta mun meiri upp­lif­un. Það var gríðarleg ein­beit­ing í leik­manna­hópn­um og menn ætluðu sér að ná þess­um titli. Spennu­fallið er því mikið núna rétt eft­ir leik­inn,“ sagði Sig­ur­björn Hreiðars­son fyr­irliði Vals­manna.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka