Helgi: „Ég kom í Val til þess að verða Íslandsmeistari“

Helgi Sigurðsson fagnar með Kjartani Sturlusyni markverði Vals.
Helgi Sigurðsson fagnar með Kjartani Sturlusyni markverði Vals. Kristinn Ingvarsson
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is

„Þetta er búið að vera frábært sumar og við vissum það strax í janúar að við værum með nógu sterkt lið til þess að ná markmiðum okkar. Það skiptir engu máli fyrir mig að ég hafi ekki náð að vera markakóngur deildarinnar,“ sagði Helgi Sigurðsson leikmaður Íslandsmeistaraliðs Vals eftir 1:0-sigur liðsins gegn HK í dag.

„Ég kom í Val til þess að verða Íslandsmeistari. Ég fékk tækifæri til þess að taka þátt í þessu verkefni með frábæru liði. Við erum meistarar og það er það sem telur.“

Helgi skoraði 12 mörk í deildinni en Jónas Grani Garðarsson leikmaður Fram skoraði 13 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert