Fimm úr röðum KRAFT í keppnisbann

Kraftlyftingasamband Íslands, KRAFT,  hefur úrskurðað fimm keppendur í keppnisbann vegna brota á 19. og 20. grein laga KRAFT. Keppnisbannið hjá fjórum keppendum gildir í eitt ár en einn fékk tveggja ára keppnisbann.

  Hermann Haraldsson,  fær tveggja ára keppnisbann sem keppandi og dómari í íþróttinni. Sigfús Fossdal, Ingibjörg Óladóttir, Bjarki Elí Ólafsson, Sigurjón Ólafsson og Ingi Freyr Bragason fengu öll eins árs keppnisbann. Frá þessu er greint á vef KRAFT.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka