Laugardalslaug á spjöld sögunnar

Það hefur rignt inn Íslands- og Evrópumetum í Laugardalslauginni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir.

Í gær hlaut Eyþór Þrastarson silfrið í 400 m skriðsundi í S11 sem er flokkur blindra og í morgun sló hann íslandsmetið í 50 metra skriðsundi. Í 400 metra skriðsundi S 9 náði hinn efnilegi Guðmundur Hermannsson að bæta sitt persónulega met um heilar 20 sekúndur.

Eyþór Þrastarson var að vonum ánægður með sinn árangur en þó að hann hafi hreppt silfrið í 400 m skriðsundi í gær þá var hann ekki ánægður með tímann sem hann synti á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert