Ingibjörg og Hrafn úr leik

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafn Traustason.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafn Traustason. www.sh.is

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafn Traustason kepptu bæði á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 m laug í Eindhoven í morgun og náðu ekki að komast áfram í sínum greinum.

Ingibjörg varð í 32. sæti af 36 keppendum í 50 metra baksundi á 29,36 sekúndum. Besta tíma fékk Hinkelen Schreuder frá Hollandi, 27,38 sekúndur. Ingibjörg hefur áður synt á 29,23 sekúndum.

Hrafn varð í 30. sæti af 30 keppendum í 50 metra bringusundi á 30,00 sekúndum. Besta tíma fékk Emil Tahirovic frá Slóveníu, 26,87 sekúndur. Hrafn átti áður best 30,08 sekúndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert