Kynþáttaníð er ekki áttuspilið í Ólsen

Vestri tryggði sér sæti í Bestu deildinni með sigri gegn …
Vestri tryggði sér sæti í Bestu deildinni með sigri gegn Aftureldingu í úrslitum umspilsins. mbl.is/óttar Geirsson

Mér brá heldur betur í brún þegar Fylkismenn og fyrirliði karlaliðs félagsins í fótbolta voru sakaðir um kynþáttaníð á dögunum. Það skal tekið mjög skýrt fram að ég er stuðningsmaður Fylkis enda mitt uppeldisfélag og það félag þar sem sonur minn stundar sínar íþróttir í dag.

Ég átti mjög erfitt með að trúa þessu og sem betur fer kannski þá var ég og er lítið í vinnu þessa dagana þar sem ég er í fæðingarorlofi. Ég var því ekki mikið að kafa ofan í málið, eins og ég hefði eflaust gert ef ég væri við vinnu á hverjum degi.

Ég ákvað hins vegar að kafa aðeins ofan í það eftir að KSÍ tilkynnti að sambandið myndi ekki aðhafast frekar í málinu á mánudaginn síðasta.

Það ætti að vera öllum ljóst að það að ásaka einhvern um kynþáttaníð er háalvarlegt. Kynþáttaníð er eitthvað sem á ekki að sjást í fótboltanum og blessunarlega hefur íslenski boltinn verið nánast laus við kynþáttaníð frá því að ég man eftir mér í það minnsta.

Þjálfara Vestra var augljóslega mjög heitt í hamsi þegar hann mætti í viðtal hjá Stöð 2 Sport strax eftir leik. Hann nefnir aldrei kynþáttaníð í leiknum í öðrum viðtölum eftir leikinn, þar sem hann hafði fengið smá tíma til þess að anda og róa sig niður.

Eftir að hafa skoðað öll gögn málsins þá er ekki hægt að ætla neitt annað en að allt tal um kynþáttaníð í Árbænum sé fyrst og fremst rógburður. Vestramenn ættu að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á framferði sínu og að hafa sakað Árbæinga um kynþáttaníð frammi fyrir alþjóð.

Kynþáttaníð á og er ekki eitthvað spil, átta í Ólsen, sem þú getur spilað þegar þínu liði gengur illa og úrslitin eru ekki þér í hag.

Bakvörðinn má einnig sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert