Tekið upp á Bessastöðum í fyrsta sinn

Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Helgason, umsjónarmaður Fyrsta sætisins.
Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Helgason, umsjónarmaður Fyrsta sætisins. mbl.is/Hallur Már

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nýjasti gestur Fyrsta sætisins, íþróttahlaðvarps mbl.is og Morgunblaðsins.

Þátturinn var tekinn upp í Forsetasetrinu á Bessastöðum og er þetta í fyrsta sinn sem hlaðvarp er tekið upp í Forsetasetrinu. 

Rætt um helstu íþróttaafrekin

Guðni var kjörinn forseti Íslands hinn 25. júní árið 2016 og tók við embætti 1. ágúst sama ár en tveimur dögum eftir að hann var kjörinn forseti var hann mættur til Nice þar sem hann sá Ísland vinna frækinn sigur gegn Englandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Nice í Frakklandi.

Í þættinum ræddi Guðni meðal annars um helstu íþróttaafrek Íslands síðan hann tók við embætti, aðstöðuleysi landsliða Íslands og fjármagn til íþrótta í samfélaginu.

Þess má til gamans geta að Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, var einnig gestur í Fyrsta sætinu á sínum tíma, hinn 9. júní árið 2023, og því hafa tveir af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar nú verið gestir í þættinum.

Hægt er að hlusta á umræðuna með Guðna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert