„Ég varð að biðja strákinn um að róa sig“

„Þetta getur verið vandmeðfarið, þegar maður lítur um öxl,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í Fyrsta sætinu.

Guðni var kjörinn forseti Íslands í júní árið 2016 og tók formlega við embættinu hinn 1. ágúst sama ár en hann er mikill íþróttaáhugamaður og stundaði sjálfur handbolta og blak lengi vel. 

Í ákveðnu hlutverki

Guðni hefur verið tíður gestur á Laugardalsvelli frá því hann tók við embætti og hann rifjaði upp skemmtilega sögu frá leik karlalandsliðsins í síðustu undankeppni.

„Þú færð að fylgjast með liðunum, á þeim forsendum að þú sért í því embætti sem þú ert í,“ sagði Guðni.

„Ég lenti í því hérna heima á Laugardalsvelli, þar sem ég fékk að taka son minn með mér. Við skoruðum sigurmark á lokamínútunni og strákurinn minn fagnaði ógurlega, við hliðina á formanni knattspyrnusambandsins sem í hlut átti.

Ég varð að biðja strákinn um að róa sig. Maður þarf stundum að passa sig og ég sagði honum að við værum hérna í ákveðnu hlutverki og þó mann dauðlangi stundum að fagna eins og vitleysingur þá verðum við að hafa hemil á okkur,“ sagði Guðni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert