Guðni forseti og Eiður Smári í fámennum hópi

„Það er eiginlega sönnun þess að ef þú ert ekki mjög góður í einhverri íþrótt, þá þarftu að finna einhvern sem er enn þá verri,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í Fyrsta sætinu.

Guðni var kjörinn forseti Íslands í júní árið 2016 og tók formlega við embættinu hinn 1. ágúst sama ár en hann er mikill íþróttaáhugamaður og stundaði sjálfur handbolta og blak lengi vel. 

Varð bikarmeistari á Englandi

Guðni stundaði háskólanám á Englandi, meðal annars við Oxford, og þar lék hann handbolta í nokkur ár.

„Ég uppgötvaði það, við komuna til Englands, að þar væri stundaður handbolti,“ sagði Guðni.

„Ég spilaði í miðlandadeildinni svokölluðu og ég varð meðal annars bikarmeistari þarna. Við erum ekki margir Íslendingarnir sem höfum orðið bikarmeistarar í boltaíþrótt á Englandi.

Ég held að það séu bara ég, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sem getum fagnað því,“ sagði Guðni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

Eiður Smári Guðjohnsen varð deildabikarmeistari með Chelsea árið 2005.
Eiður Smári Guðjohnsen varð deildabikarmeistari með Chelsea árið 2005. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert