Ríkjandi meistarinn kominn áfram

Carlos Alcaraz er kominn í átta manna úrslit á Wimbledon.
Carlos Alcaraz er kominn í átta manna úrslit á Wimbledon. AFP/Henry Nicholls

Fjórar viðureignir fóru fram í 16-manna úrslitum á Wimbledon tennismótinu í bæði karla- og kvennaflokki í dag. 

Ríkjandi meistari Carlos Alcaraz vann Frakkann Ugo Humbert, 3:1, í settum. Hann mun því mæta Bandaríkjamanninum Tommy Paul sem lagði Spánverjann Roberto Bautista Agut, 3:0, í settum.  

Ítalinn Jannik Sinner, sem er efstur á heimslistanum, hafði betur, 3:0, gegn Ben Shelton. Rússinn Daniil Medvedev komst áfram gegn Búlgaranum Grigo Dimitrov eftir að hann hætti keppni í fyrsta setti vegna meiðsla. Sinner og Medvedev munu því mætast á þriðjudaginn.  

Í kvennaflokki komst hin ítalska Jasmine Paolini áfram eftir að mótherji hennar Madison Keys þurfti að hætta keppni í þriðja setti vegna meiðsla. Hin unga Cori Gauff datt óvænt úr leik eftir 2:0-tap í settum gegn EmmNavarro. Á þriðjudaginn mætast Paolini og Navarro. 

Hin króatíska Donna Vekic bar sigur úr býtum gegn Spánverjanum Paula Badosa, 2:1, í settum. sjálenska Lulu Sun mun mæta Vekic en hún sigraði heimakonuna Emmu Raducanu, 2:1, í settum.

Hinar fjórar viðureignirnar í 16-manna úrslitunum á Wimbledon fara fram á morgun. Þar mun meðal annars Serbinn Novak Djokovic mæta Dananum Holger Rune.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert